Moka Mera Lingua

app til að læra tungumál

Moka Mera Lingua er skemmtilegt og skapandi app fyrir ung börn sem vilja læra og kynnast nýjum tungumálum. Notaðu appið með barninu þínu eða með hópi barna. Leyfðu börnunum að forvitnast og sækja innblástur í erlent tungumál.

Börnin aðstoða Atlas og Moka Mera, tvær gjörólíkar verur, við daglegar athafnir þeirra í trjáhúsinu. Börnin hlusta og öðlast skilning á því hvernig þau geta aðstoðað verurnar. Endurtakið orðin og setningarnar, bæði á eigin tungumáli sem og því erlenda. Þátttaka, samkennd og endurtekingar ýta undir lærdóm!

Um er að ræða fræðslu-app fyrir börn á aldrinum 3-8 ára sem hjálpar þeim að læra ný tungumál á eigin forsendum; í gegnum leik. Verurnar tvær skemmta barninu með ýmsum verkefnum og skemmtilegum smáleikjum á meðan barnið skoðar fjögur herbergi trjáhússins og lærir nýtt tungumál. Heimur Moka Mera inniheldur engan texta og því þarf enga lestrarkunnáttu til að spila.

Appið er ókeypis.

Appið inniheldur orð og setningar á 13 mismunandi tungumálum. Tungumál í boði eru: Sænska, finnska, norska, danska, íslenska, enska, franska, úkraínska, spænska, þýska, rússneska, arabíska (austurlönd) og kínverska (mandarín). Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt hjálpa okkur að bæta nýju tungumáli við sem er ekki enn í boði í appinu.

Í Moka Mera Lingua eru tvær verur sem tala mismunandi tungumál; hákarlinn Atlas og litla skrímslið Moka Mera

Einfalt er að velja tungumál úr tungumálavalmyndinni í samræmi við móðurmál barnsins og þess tungumáls sem það vill læra.

Appið inniheldur hversdagsleg orð og setningar. Barnið lærir grunnorðaforða eins og tölustafi, liti, hluti, stuttar setningar og lærir að bera fram orðin.

Atlas og Moka Mera þurfa aðstoð barnsins við daglegar þarfir.

Hefur þú áhuga á að nota Moka Mera Lingua við kennslu hjá þér?

Við bjóðum upp á pakka sem inniheldur fjórar kennsluáætlanir þar sem lýst er hvernig kenna má börnum nýtt tungumál með því að nota appið. Hver kennsluáætlun inniheldur þrjú verkefni með ítarlegum upplýsingum.

Nánari upplýsingar

Til hvers að spila Moka Mera Lingua?

Rannsóknir benda til þess að besti tíminn til að kynnast nýju tungumáli sé fyrir fimm ára aldur. Börn á þeim aldri nota sama hluta heilans við að læra tungumál, þann hluta sem stjórnar dulvitundinni, hvort sem um ræðir erlent tungumál eða móðurmál þeirra. Þetta þýðir að þau ná hraðar tökum á tungumálinu, réttum framburði og eiga auðveldara með að leggja það á minnið. Því yngra sem barn er þegar það lærir nýtt tungumál, því auðveldara er fyrir barnið að læra það.

Allt bendir til þess að börn séu áhugasamari um að læra ný tungumál en fullorðnir. Börn hafa líka tíma til að læra ný orð og setningar. Orðaforði þeirra er takmarkaður. Yngri börn eru ekki hrædd við að gera málvillur í sama mæli og eldri börn. Rannsóknir sýna að það að læra nýtt tungumál á unga aldri stuðli að hæfni í að leysa vandamál ásamt því að þróa gagnrýna hugsun, minnis- og hlustunargetu og einbeitingu. Fjöltyngd börn ná betri árangri þegar kemur að lestri, skrift og útreikningi. Þegar tungumál eru numin snemma býr það heilann undir að læra fleiri tungumál seinna meir og opnar á hafsjó möguleika.

 

Hvernig á að spila

Atlas og Moka Mera búa í vistvænu trjáhúsi með fjórum herbergjum. Hvert herbergi er hannað fyrir ákveðnar athafnir og markmið. Á meðan spilun leiksins stendur hafa Atlas og Moka Mera mismunandi þarfir og finna t.d. til svengdar, þreytu eða vilja leika sér sem gerir það að verkum að athafnir eiga sér stað eftir þörfum í mismunandi herbergjum hússins. Vinalega skrímslið Moka Mera talar erlent tungumál. Þegar barnið þarfnast hjálpar þá endurtekur hákarlinn Atlas allt á móðurmáli barnsins.

Sækja núna

Lært í gegnum leik

Moka Mera Lingua er þróað í Finnlandi og byggist á finnskum kennsluaðferðum fyrir ung börn. Þróun þess fór fram í samstarfi við kennara, börn og rannsakendur við háskólann í Helsinki til þess að geta framleitt besta efnið sem völ er á.

Við virkjum lærdóm í krafti leiks með vísindalega sannaðri kennsluaðferð sem sameinar nám og leik. Það þýðir að börnin læra á sama tíma og þau leika sér og skemmta. Þannig er auðveldara að læra og muna.

Frekari upplýsingar um lærdóm í krafti leiks

Við tökum persónuverndarstefnu okkar alvarlega!

Appið er öruggt fyrir börn. Það inniheldur engar auglýsingar né ytri tengla sem vísa á annað efni. Það er ókeypis, ekki er hægt að gera kaup í gegnum appið og engum gögnum er safnað. Einn smáleikjanna krefst aðgangs að hljóðnema en þá biður appið um leyfi til að nota hann. Upptökur eru ekki geymdar. Appið virkar án nettengingar.