Moka Mera Emotions

app sem er hannað til þess að styðja við félags- og tilfinningafærni

Moka Mera Emotions býður upp á nýstárlega og einstaka leið til þess að kanna og ræða tilfinningar. Notið tólið með eigin barni eða litlum hópi barna og hvetjið þannig börnin til að upplifa allan tilfinningaskalann með hjálp tilfinningasíanna sem appið býður upp á. Hjálpið börnunum að koma tilfinningum sínum í orð. Kennið þeim leiðir til að takast á við yfirþyrmandi tilfinningar og hvernig má koma fram við aðra af góðvild og samúð. Svona má kanna tilfinningar á skemmtilegan hátt og appið þjónar sem upphafspunktur innihaldsríkra samræðna.

Sækið appið hér

Skoðið og lærið að þekkja tilfinningar

Moka Mera Emotions er leikmiðað fræðslu-app fyrir börn sem geta notað það til að skoða og þekkja tilfinningar sínar betur með hjálp svokallaðra tilfinningasía og tilfinningaspjalda. Appið nýtist sem tól til þess að hugleiða eigin tilfinningar og það má nota við kennslu ungra barna undir handleiðslu kennara eða heima með foreldrum.

Tilfinningasíurnar nýtast vel við að styrkja sjálfsálit barnsins. „Gleði-sían“ snýr munnvikum barnsins upp á við á meðan „reiði-sían“ lætur reyk blása úr nösum barnsins. „Sorgar-sían“ framkallar tár á skjánum sem renna niður úr augum. Upplifunin er svo aukin með hljóðhrifum sem hæfa hverri tilfinningu. Með ljósmyndunum er markmiðið að kenna börnum að þekkja, takast á við, lýsa og ræða tilfinningar en einnig að öðlast skilning á og bregðast við tilfinningum annara og efla þannig tilfinningafærni sína.

Þegar pikkað er á eitt af 19 lyndistáknunum í appinu mun andlit barnsins breytast í samræmi við þá tilfinningu sem táknið stendur fyrir. Andlitið verður t.d. ýmist dapurt, hissa, reitt eða glaðlegt.

Appið inniheldur sjö grunntilfinningar sem eru gleði, undrun, sorg, reiði, viðurstyggð, ótti og ást. Tólf tilfinningar til viðbótar eru einnig til staðar, þ.e. stolt, fortvitni, einmannaleiki, skömm, vonbrigði, afbrýðisemi, leiði, þreyta, feimni, áhyggjusemi, kvíði, léttir og „ég“ (engin sérstök tilfinning). Að lokum eru einnig til staðar 19 myndskreytt tilfinningaspjöld, eitt fyrir hverja tilfinningu.

Tungumál í boði í appinu eru: Enska, spænska, þýska, franska, portúgalska, rússneska, arabíska (austurlönd), kínverska (mandarín), japanska, hindí, sænska og finnska.

Hefur þú áhuga á að nota Moka Mera Lingua við kennslu hjá þér?

Við bjóðum upp á pakka sem samanstendur af fimm kennsluáætlunum fyrir Moka Mera Emotions.

Nánari upplýsingar

Af hverju ætti maður að nota Moka Mera Emotions?

Það er sérstaklega mikilvægt að kunna að þekkja og takast á við tilfinningar. Börnum sem fá tækifæri til að tala opinskátt um tilfinningar sínar við fullorðinn einstakling sem þau treysta, líður betur og finna til meira öryggis og sjálfstrausts. Það er mikilvægt að kenna börnum að koma tilfinningum í orð og útskýra hvernig hægt er að þekkja og takast á við mismunandi tilfinningar. Þau þurfa að fá að vita að tilfinningar séu eðlilegar og líka einstaklingsbundnar. Við höfum öll sömu tilfinningarnar en upplifum þær hvert á okkar hátt.

Börn sem geta greint, tjáð og tekist á við margvíslegar tilfinningar upplifa uppbyggjandi áhrif á andlega heilsu sína og almenna vellíðan sem leiðir til jákvæðs viðhorfs og hegðunarmynsturs síðar meir í lífinu. Jákvæður þroski og lífsleikni styrkja einstaklinginn í að takast á við kröfur og viðfangsefni daglegs lífs og hjálpar viðkomandi að bregðast við mótlæti með markvissum og rólegum hætti.

Við hvetjum börnin til að tjá sig skýrt og með blæbrigðum með því að veita þeim orðaforða sem gerir þeim kleift að lýsa tilfinningum sínum. Þannig verður auðveldara fyrir þau að takast á við áskoranir, jafnt í námi sem við lausn vandamála og mynda vináttutengsl þvert á félagshópa. Með því að ræða áskoranir og lausnir þeirra lærir barnið mismunandi leiðir til að takast á við erfiðleika. Sjálfstraustið styrkist þegar barn er fært um að takast á við áskoranir sjálft. Það þróar með sér jákvætt viðhorf sem einkennist af „ég get þetta!“.

Viðeigandi málefni til að ræða við barnið

Það er undir hverjum og einum komið að ákveða hversu fræðandi Moka Mera Emotions á að vera. Hægt er að stýra því í gegnum spurningarnar sem eru notaðar og eðli þeirra samræðna sem átt er við börnin.

Viðeigandi spurningar geta beinst að því hvernig barn upplifir tilfinningu eða bregst við henni en gætu líka beinst að tilfinningum annara.

  • Hvernig er tilfinningin innra með þér?
  • Hvar í líkamanum finnur þú tilfinninguna?
  • Hvernig lítur þú út á myndinni?
  • Hvaðan kom tilfinningin?
  • Í hvaða aðstæðum líður þér svona? Af hverju?
  • Hvernig geturðu brugðist við tilfinningunni eða hvað geturðu sagt við henni?
  • Hvernig geturðu róað þig eða komist yfir tilfinninguna (ef hún er neikvæð)?
  • Hvað getur þú gert til að gleðja/koma á óvart/létta undir með vini eða vinkonu?
  • Hvernig leið vini þínum eða vinkonu?
  • Hvað getur þú gert til að styðja vin þinn eða vinkonu?

Stundum getur það verið auðveldara að nálgast tilfinningarnar með því að ræða þær á óbeinan hátt:

  • Hvernig er tilfinningin á litin?
  • Hvernig bragðast tilfinningin?
  • Hvaða hljóð gefur tilfinningin frá sér?
  • Hvernig lítur tilfinningin út?

Veitið barninu stuðning

Þegar kemur að viðfangsefnum er best að skoða atburði úr daglegu lífi barnsins, sérstaklega með tilliti til annara. Byrjið á tilfinningu sem barnið tengir við, reynið að bera kennsl á tilfinninguna og lýsa henni og veltið henni fyrir ykkur í sameiningu. Ræðið við barnið um tilfinningar þess við mismunandi aðstæður. Eftir því sem barnið öðlast betri færni í að þekkja og lýsa tilfinningum verður auðveldara að færa sig yfir í næsta viðfangsefni sem tekur á mikilvægum þætti í lífinu—að sýna öðrum samkennd. Gagnrýnið aldrei barnið fyrir þá tilfinningu sem það upplifir. Kenndu barninu að allar tilfinningar séu eðlilegar. Lykillinn að því að þróa með sér félagsvitund er að læra að hafa stjórn á gjörðum sínum og sterkum tilfinningum.

Hugsanlega þekkir barnið ekki allar tilfinningarnar sem eru til staðar í appinu. Hægt er að hjálpa barninu að nefna og þekkja nýjar tilfinningar með dæmisögum, bókalestri og með því að leika með tilfinningarnar í appinu. Þannig skapast grunnur að innihaldsríkum samræðum um tilfinningar við barnið og hvernig má takast á við þær og skilja.

Við tökum persónuverndarstefnu okkar alvarlega!

Appið er öruggt fyrir börn. Það inniheldur engar auglýsingar né ytri tengla sem vísa á annað efni. Það er ókeypis, ekki er hægt að gera kaup í gegnum appið og engum gögnum er safnað. Appið virkar án nettengingar.

Lært í gegnum leik

Moka Mera Lingua er þróað í Finnlandi og byggist á finnskum kennsluaðferðum fyrir ung börn. Það var unnið í samstarfi við sérfræðinga og börn til þess að geta framleitt besta efnið sem völ er á.

Við virkjum lærdóm í krafti leiks með vísindalega sannaðri kennsluaðferð sem sameinar nám og leik. Það þýðir að börnin læra á sama tíma og þau leika sér og skemmta. Þannig er auðveldara að læra og muna.

Frekari upplýsingar um lærdóm í krafti leiks