Verið velkomin í heim Moka Mera!

Moka Mera er samansafn af fræðandi og leikmiðuðum smáforritum (e. öppum) og öðru gagnlegu efni fyrir börn, kennara og foreldra.

Um okkur

Suzan Aledin og Petra Holm deila ástríðunni fyrir kennslu barna í gegnum leik. Báðar búa þær yfir víðtækri reynslu úr starfi sínu hjá finnska ljósvakamiðlinum YLE sem framleiðendur og höfundar barnaefnis. Eftir að hafa starfað lengi við barnaefni vildu þær stækka sjóndeildarhringinn. Árið 2017 stofnuðu þær Moka Mera til að bregðast við vaxandi þörf á hágæða fræðsluefni fyrir börn.

Þrír ofurkraftar okkar

Moka Mera byggir á grunni þriggja ofurkrafta sem einkenna fyrirtækið og vörur þess. Samspil þeirra er það sem stendur að baki velgengni Moka Mera.

  • Fyrri reynsla stofnenda af starfi, bæði fyrir og með börnum
    á ýmsum sviðum er ómetanleg.
  • Einstök sérstaða Finnlands þegar kemur að menntunarmálum.
  • Þekking á mætti leiks í starfi.

„Það er okkur svo dýrmætt að fylgjast með börnunum þegar áhugi þeirra kviknar, forvitnin vaknar eða einfaldlega þegar þau skemmta sér! Best er þegar þessir þrír þættir gerast samtímis þar sem þeir eru lykill þess að læra!“

Petra Holm, meðstofnandi Moka Mera

„Allar ákvarðanir og vörur Moka Mera byggja á þörfum barnsins.“

Suzan Aledin, meðstofnandi Moka Mera

Moka Mera er sköpunarfyrirtæki sem hefur það að markmiði að styðja við nám barna með sköpun og framleiðslu fræðsluefnis ætluðu börnum, kennurum og foreldrum. Fyrirtækið hefur aðsetur í Helsinki í Finnlandi og á í samstarfi við önnur fyrirtæki, stofnanir, kennara og menntamálaráðuneyti um allan heim. Moka Mera á einnig í samstarfi við finnska háskóla, sérfræðinga og kennara hvað varðar þróun á framleiðslu besta fræðsluefnisins sem völ er á með tilliti til þroska barna.

Finnska kennsluaðferðin fyrir ung börn skapar umhverfi þar sem börn mega vera börn. Börnin eru hvött til leiks og samvinnu, forvitni og samskipta, frumkvæðis og ábyrgðar. Árangur Finnlands þegar kemur að menntun byggist á jafnrétti, einstaklingsnámi og símenntun, menntun án aðgreiningar og notkun tækni. Finnska kennsluaðferðin fyrir ung börn leggur áherslu á heildræna nálgun þar sem mannleg færni eins og tillitssemi er í forgrunni. Moka Mera byggist á þessum grunngildum og aðferðum.

Gildi okkar

Það skiptir ekki máli hversu oft þú dettur heldur hversu oft þú stendur upp aftur.

Gerðu fleiri mistök!

„Moka“ er finnskt slangurorð fyrir „að gera mistök“. Í heimi Moka Mera má „moka“. Börnunum er veitt tækifæri til að gera mistök, aftur og aftur, í öruggu umhverfi þar sem þeim líður vel. Þegar allt kemur til alls þá læra börnin af mistökunum. Í því er ofurkrafturinn fólginn!

Ekki gefast upp!

Það er mikilvægt að þróa seiglu með börnunum svo að þau geti tekist á við áskoranir í dag og síðar meir. Með því að tileinka sér grunnfærni og venjur geta börn leyst vandamál sem þau lenda í síðar meir.

Lærðu í gegnum leik!

Leikur er mikilvægur vegna þess að hann veitir grunnskilyrði fyrir nám, skoðun og úrlausn vandamála. Hann veitir skilning á heiminum í kringum þig og þitt eigin hlutverk í honum. Börn læra í gegnum leik.

Sveigjanleg hugsun!

Hugrænn sveigjanleiki felur í sér tvo þætti: Sveigjanlega hugsun og færnina til að skipta um sjónarhorn. Sveigjanleg hugsun hjálpar börnum að umgangast aðra, leysa vandamál og gefur þeim kjarkinn til að prófa nýjar aðferðir.

Öryggi ofar öllu!

Við leggjum mikið upp úr heilleika appa okkar og við söfnum engum notandagögnum né notum ytri tengla. Ekki er hægt að gera nein kaup í gegnum öppin.

„Leikur er ofurkraftur! Með því að hvetja til leiks búum við til umhverfi sem er öruggt, skapandi og veitir stuðning.“

Suzan Aledin, meðstofnandi Moka Mera

Markmið okkar

Markmið Moka Mera er að veita ungum börnum innblástur og hvatningu með sérsniðnu efni á ýmsum verkvöngum sem er frumlegt, skemmtilegt og öruggt.

Moka Mera býður upp á efni sem hjálpar börnum að vaxa og læra með tilliti til þarfa þeirra, aldurs og þroska. Moka Mera framleiðir einning stuðningsefni fyrir kennara og foreldra.

Nánari upplýsingar

Okkar aðferð

Aðferðarþróun Moka Mera :

Sýna allt

Samstarfsaðilar okkar

Embassy of the federal republic of germanygoethe institutaltagramministry of education colombiadoctor gummer good play guidedesign from finlandeducation finlandstiftelsen brita-maria-renlunds minnehallåuniversity of helsinkisvenska kulturfondenkuuasemahelsinki citynordpluslego foundationPäivikki ja Sakari Sohlbergs säätiö