Markmið okkar

Markmið Moka Mera er að veita ungum börnum innblástur og hvatningu með sérsniðnu efni á ýmsum verkvöngum sem er frumlegt, skemmtilegt og öruggt. Moka Mera býður upp á efni sem hjálpar börnum að vaxa og læra með tilliti til þarfa þeirra, aldurs og þroska. Moka Mera framleiðir einning stuðningsefni fyrir kennara og foreldra. Börnin læra um hagnýta hluti með notkun appanna, leikjanna og annara tóla. Þau geta lært nýtt tungumál með Moka Mera eða kannað tilfinningar. Á sama tíma og börnin tileinka sér þessa færni, læra þau aðra mikilvæga hluti, svo sem samskiptafærni og sjálfstjáningu ásamt félags- og tilfinningafærni, samkennd og seiglu. Þannig undirbýr Moka Mera börn undir framtíðaráskoranir. Moka Mera framleiðir efni sem ætlað er að efla ákveðna þætti sem einnig eru mikilvægur hluti af aðalnámsskrá fyrir kennslu ungra barna í Finnlandi. Þættirnir eru eftirfarandi.

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun við nám
  • Menningar- og samskiptahæfni
  • Hagnýt færni við hversdagsstörf og sjálfstæði
  • Fjöllæsi og leikni í upplýsinga- og samskiptatækni
  • Þáttaka og áhrifamótun, virðing, tillitssemi og samkennd

„Öll börn ættu að fá tækifæri til leiks og uppgvötunar. Það er leikur að læra og að læra eitthvað nýtt veitir manni ánægju!“

Petra Holm, meðstofnandi Moka Mera.

Börn eru hvað forvitnust snemma á þroskaferlinu.

Þau læra í gegnum samskipti og hverja nýja reynslu. Hjá Moka Mera viljum við ýta undir forvitni með því að bjóða börnum upplifanir, innblástur og þekkingu samhliða skemmtun.

Við útvegum aðgengileg tól. Fjölbreytni án aðgreiningar er okkur og starfi okkar mikilvæg. Aðalpersónurnar í öppunum okkar, hákarlinn Atlas og litla skrímslið Moka Mera, gætu ekki verið ólíkari hvort öðru en samt eru þau bestu vinir. Börn læra mest af samskiptum.

Öppin okkar hvetja börn og foreldra til að skemmta og leika sér saman. Samskipti, skuldbinding og þrautseigja eru undirstöður þess að læra.