Kennsluáætlanir

Ertu kennari? Nýttu þér kennslustundir Moka Mera við kennsluna. Við bjóðum upp á sérþróaðar kennsluáætlanir fyrir kennara. Kennsluáætlanirnar innihalda ítarlegar leiðbeiningar um hvernig staðið er að kennslustundum með börnum samhliða notkun Moka Mera Lingua og Moka Mera Emotions. Pantaðu kennsluáætlanirnar!

Hvað er innifalið í kennsluáætlununum?

Lýsing á viðfangsefninu, námsmarkmið, lykilþættir, listi yfir efnivið og gögn, gagnleg viðhengi og lokaverkefni fyrir hverja kennsluáætlun ásamt ítarlegum leiðbeiningum fyrir hvert þrep. Kennsluáætlanirnar eru þróaðar af Moka Mera í samstarfi við Dr. Amanda Gummer, samtökin Good Play Guide og sérfræðinga.

Þær eru í boði á sænsku, finnsku, norsku, dönsku, íslensku, ensku, þýsku og spænsku.

Kennsluáætlanir; Moka Mera Lingua

Við bjóðum upp á pakka sem samanstendur af fjórum kennsluáætlunum fyrir Moka Mera Lingua appið þar sem því er lýst hvernig kenna má börnum nýtt tungumál með því að nota appið. Hver kennsluáætlun inniheldur þrjú verkefni með ítarlegum upplýsingum.

Nánari upplýsingar

Kennsluáætlanir; Moka Mera Emotions

Við bjóðum upp á pakka sem samanstendur af fimm kennsluáætlunum fyrir Moka Mera Emotions. Þar er útskýrt hvernig hægt er að skipuleggja kennsluna með hjálp Moka Mera Emotions. Við leggjum áherslu á að börnin finni fyrir hvatningu og stuðningi í gegnum hin ýmsu verkefni þar sem þau læra að þekkja og ræða tilfinningar sínar og vellíðan.

Nánari upplýsingar