Moka Mera Emotions býður upp á nýstárlega og einstaka leið til þess að kanna og ræða tilfinningar. Notið tólið með eigin barni eða litlum hópi barna og hvetjið þannig börnin til að upplifa allan tilfinningaskalann með hjálp tilfinningasíanna sem appið býður upp á. Hjálpið börnunum að koma tilfinningum sínum í orð. Kennið þeim leiðir til að takast á við yfirþyrmandi tilfinningar og hvernig má koma fram við aðra af góðvild og samúð. Svona má kanna tilfinningar á skemmtilegan hátt og appið þjónar sem upphafspunktur innihaldsríkra samræðna.
Sækið appið hér
Moka Mera Emotions er leikmiðað fræðslu-app fyrir börn sem geta notað það til að skoða og þekkja tilfinningar sínar betur með hjálp svokallaðra tilfinningasía og tilfinningaspjalda. Appið nýtist sem tól til þess að hugleiða eigin tilfinningar og það má nota við kennslu ungra barna undir handleiðslu kennara eða heima með foreldrum.
Tilfinningasíurnar nýtast vel við að styrkja sjálfsálit barnsins. „Gleði-sían“ snýr munnvikum barnsins upp á við á meðan „reiði-sían“ lætur reyk blása úr nösum barnsins. „Sorgar-sían“ framkallar tár á skjánum sem renna niður úr augum. Upplifunin er svo aukin með hljóðhrifum sem hæfa hverri tilfinningu. Með ljósmyndunum er markmiðið að kenna börnum að þekkja, takast á við, lýsa og ræða tilfinningar en einnig að öðlast skilning á og bregðast við tilfinningum annara og efla þannig tilfinningafærni sína.
Þegar pikkað er á eitt af 19 lyndistáknunum í appinu mun andlit barnsins breytast í samræmi við þá tilfinningu sem táknið stendur fyrir. Andlitið verður t.d. ýmist dapurt, hissa, reitt eða glaðlegt.
Appið inniheldur sjö grunntilfinningar sem eru gleði, undrun, sorg, reiði, viðurstyggð, ótti og ást. Tólf tilfinningar til viðbótar eru einnig til staðar, þ.e. stolt, fortvitni, einmannaleiki, skömm, vonbrigði, afbrýðisemi, leiði, þreyta, feimni, áhyggjusemi, kvíði, léttir og „ég“ (engin sérstök tilfinning). Að lokum eru einnig til staðar 19 myndskreytt tilfinningaspjöld, eitt fyrir hverja tilfinningu.
Tungumál í boði í appinu eru: Enska, spænska, þýska, franska, portúgalska, rússneska, arabíska (austurlönd), kínverska (mandarín), japanska, hindí, sænska og finnska.
Það er undir hverjum og einum komið að ákveða hversu fræðandi Moka Mera Emotions á að vera. Hægt er að stýra því í gegnum spurningarnar sem eru notaðar og eðli þeirra samræðna sem átt er við börnin.
Viðeigandi spurningar geta beinst að því hvernig barn upplifir tilfinningu eða bregst við henni en gætu líka beinst að tilfinningum annara.
Stundum getur það verið auðveldara að nálgast tilfinningarnar með því að ræða þær á óbeinan hátt:
Appið er öruggt fyrir börn. Það inniheldur engar auglýsingar né ytri tengla sem vísa á annað efni. Það er ókeypis, ekki er hægt að gera kaup í gegnum appið og engum gögnum er safnað. Appið virkar án nettengingar.
Moka Mera Lingua er þróað í Finnlandi og byggist á finnskum kennsluaðferðum fyrir ung börn. Það var unnið í samstarfi við sérfræðinga og börn til þess að geta framleitt besta efnið sem völ er á.
Við virkjum lærdóm í krafti leiks með vísindalega sannaðri kennsluaðferð sem sameinar nám og leik. Það þýðir að börnin læra á sama tíma og þau leika sér og skemmta. Þannig er auðveldara að læra og muna.
Frekari upplýsingar um lærdóm í krafti leiks