Moka Mera er samansafn af fræðandi og leikmiðuðum smáforritum (e. öppum) og öðru gagnlegu efni fyrir börn, kennara og foreldra.
Suzan Aledin og Petra Holm deila ástríðunni fyrir kennslu barna í gegnum leik. Báðar búa þær yfir víðtækri reynslu úr starfi sínu hjá finnska ljósvakamiðlinum YLE sem framleiðendur og höfundar barnaefnis. Eftir að hafa starfað lengi við barnaefni vildu þær stækka sjóndeildarhringinn. Árið 2017 stofnuðu þær Moka Mera til að bregðast við vaxandi þörf á hágæða fræðsluefni fyrir börn.
Petra Holm, meðstofnandi Moka Mera
Suzan Aledin, meðstofnandi Moka Mera
Það skiptir ekki máli hversu oft þú dettur heldur hversu oft þú stendur upp aftur.
„Moka“ er finnskt slangurorð fyrir „að gera mistök“. Í heimi Moka Mera má „moka“. Börnunum er veitt tækifæri til að gera mistök, aftur og aftur, í öruggu umhverfi þar sem þeim líður vel. Þegar allt kemur til alls þá læra börnin af mistökunum. Í því er ofurkrafturinn fólginn!
Það er mikilvægt að þróa seiglu með börnunum svo að þau geti tekist á við áskoranir í dag og síðar meir. Með því að tileinka sér grunnfærni og venjur geta börn leyst vandamál sem þau lenda í síðar meir.
Leikur er mikilvægur vegna þess að hann veitir grunnskilyrði fyrir nám, skoðun og úrlausn vandamála. Hann veitir skilning á heiminum í kringum þig og þitt eigin hlutverk í honum. Börn læra í gegnum leik.
Hugrænn sveigjanleiki felur í sér tvo þætti: Sveigjanlega hugsun og færnina til að skipta um sjónarhorn. Sveigjanleg hugsun hjálpar börnum að umgangast aðra, leysa vandamál og gefur þeim kjarkinn til að prófa nýjar aðferðir.
Við leggjum mikið upp úr heilleika appa okkar og við söfnum engum notandagögnum né notum ytri tengla. Ekki er hægt að gera nein kaup í gegnum öppin.
Markmið Moka Mera er að veita ungum börnum innblástur og hvatningu með sérsniðnu efni á ýmsum verkvöngum sem er frumlegt, skemmtilegt og öruggt.
Moka Mera býður upp á efni sem hjálpar börnum að vaxa og læra með tilliti til þarfa þeirra, aldurs og þroska. Moka Mera framleiðir einning stuðningsefni fyrir kennara og foreldra.